
Ofurvirkni úr djúpi hafsins
Byltingarkennd húðvara sem kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun húðarinnar.
Sjávarensím DrBRAGA bjóða upp á einstaka virkni þar sem þau koma úr íslenska þorskinum sem lifir á miklu dýpi í Norður Atlantshafi. Þar sem eðlileg virkni þeirra er við -2° Celcius, verða þau ofurvirk og mun öflugri en nokkur önnur ensím þegar þau komast í snertingu við líkamshita. Sannkölluð ofurvirkni í hverjum dropa.

ÍSLENSKT HUGVIT OG FRAMLEIÐSLA
Fjölbreytilegt lífríki sjávar í kringum Ísland varð hvatinn að vísindalegum rannsóknum Dr. Jóns Braga Bjarnasonar heitins á lækningarmætti sjávarensíma. DrBRAGI húðvörurnar, sem innihalda sjávarensím, eru framleiddar á Íslandi og innihalda engin óþarfa aukaefni eða önnur skaðleg efni.
Sjávarensímin örva náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar sem gerir það að verkum að fínar línur minnka, kollagenframleiðsla húðarinnar eykst og húðin verður þar af leiðandi stinnari, unglegri og fær mun heilbrigðari yfirbragð.

FANGAÐU NÁTTÚRULEGA FEGURÐ
Í yfir 20 ár hefur DrBRAGI boðið upp á einstakar húðvörur sem hafa verið í fyrsta sæti hjá konum á öllum aldri út um allan heim. DrBRAGI vörurnar hámarka starfsemi húðfrumna og með reglulegri notkun hjálpa þær húðinni að verða eins heilbrigð og falleg og mögulegt er.
Vörur DrBRAGA innihalda eingöngu örfá vel valin innihaldsefni sem öll hafa jákvæð og góð áhrif á húðina. Slíkt lágmarkar líkur á ofnæmisviðbrögðum við notkun og henta því húðvörurnar sérstaklega þeim sem eru með viðkvæma húð. Sjávarensímin örva náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar og húðin verður stinnari, unglegri og heilbrigðari.
Vörurnar okkar eru án rotvarnarefna, parabena, ilmefna, silíkons, glýkóls, litarefna, fituefna (lípíða) og lanólíns.
Ummæli viðskiptavina
“Always tempted by DrBRAGI goodies”
Alesha Dixon, Singer and television presenter
“Anything oil based would aggravate my skin, DrBRAGI is really good because it’s not full of oil and rubbish. It’s pure”
Erin O’Connor, Model
“I love DrBRAGI products as they are suitable for girls on the go with sensitive skin and I have to hide them from my metro-sexual husband!”
Jamelia, Singer and television presenter
“The mask is equivalent to a 15-minute facial, lifting my skin and giving it and intensive hydration boost too. They’re great to use on models before I apply their makeup too”
Ruby Hammer, Makeup artist

HÚÐVÖRUR SEM BYGGJA Á VÍSINDUM
Húðvörurnar frá DrBRAGA eru byggðar á rannsóknarvinnu Dr. Jóns Braga Bjarnasonar en hann var meðal fremstu lífefnafræðinga í heimi sem helgaði ævistarf sitt rannsóknum og prófunum á sjávarensímum og lækningarmætti þeirra. Hans sýn, ásamt undraverðum niðurstöðum úr rannsóknum, varð hvatinn að því að nýta þennan einstaka lækningarmátt sjávarensíma í húðvörur. Niðurstöður rannsókna hans urðu til þess að húðvörulínan DrBRAGI varð til og er hún sú fyrsta á markað til að innihalda þessi ofurvirku sjávarensím.