Age Management Moisturiser
RAKAGEL SEM ENDURNÝJAR OG NÆRIR HÚÐINA. DREGUR ÚR FÍNUM LÍNUM OG KEMUR JAFNVÆGI Á RAKASTIG HÚÐARINNAR.
Age Management Moisturiser serumið er fyrsta varan á markað frá DrBRAGA og tvímælalaust flaggskipið í vörulínunni okkar. Ofurvirk sjávarensím eru aðalsmerki þessa serums auk hyaluronic sýru sem gefur húðinni aukna fyllingu og fullnægjandi raka. Fjölhæfni þessa raka serums dregur úr öldrun húðarinnar með því að koma í veg fyrir minnkun kollagens og leiðir þannig til hámarks starfsemi húðfrumnanna.
Þetta einstaka olíulausa raka serum bæði nærir húðina og kemur jafnvægi á rakastig hennar á meðan sjávarensímin vinna að því að mýkja og hreinsa húðina innan frá. Virkni ensímanna hjálpa húðinni að bæði endurnýja og betrumbæta sig og þannig fær húðin öll bjartara yfirbragð. Fínar línur verða mun minna sjáanlegar, húðin verður stinnari, heilbrigðari og fallegri ásamt því að dökkir blettir og hinir ýmsu húðkvillar verða mildari.
Neytendakönnun framkvæmd af 100 sjálfboðaliðum í Bretlandi sem notuðu Age Management Moisturiser í 3 vikur sýndi fram á eftirfarandi niðurstöður:
- 96% notenda voru sammála um að húðin væri mýkri
- 93% tóku eftir umtalsverðum ábáta af notkun
- 91% sögðu að rakastig húðarinnar hefði aukist
- 88% voru sammála um að varan hefði bætt þéttleika húðarinnar
- 88% voru sammála um að húðin væri sýnilegri unglegri eftir notkun
- 86% voru sammála um að varan gæfi húðinni jafnari yfirbragð
- 84% sögðu að ljómi húðarinnar hefði aukist
NOTKUN
Setjið lítið magn af DrBRAGI Age Management Moisturiser á hreina húð á bæði andliti og hálsi að morgni. Raka serumið er einstaklega drjúgt og einn til tveir dropar (pumpur) ættu að duga. Mörgum notendum þykir gott að nota serumið jafnvel bæði kvölds og morgna en ef serumið er notað á morgunana mælumst við til að beðið sé í 10-15 mínútur áður en sólarvörn eða andlitsfarði er borinn á húðina því serumið þarf þann tíma til að ná hámarks árangri.
Serumið er bæði hrein og einföld vara sem hentar öllum húðtegundum, jafnvel viðkvæmri húð. Fyrir sérstaklega viðkvæma húð borgar sig, eins og með allar aðrar húðvörur, að prófa á litlu svæði til að byrja með til að forðast hugsanleg óþægindi.
INNIHALDSEFNI
Glycerin, Purified Icelandic Water, Sorbitol, Marine Enzymes (Trypsin), Alcohol (<1%), Carbomer, Sodium Hydroxide, Tromethamine, Hydrochloric Acid and Sodium Hyaluronate.