Super Facial Serum

LÉTT OG ÖFLUGT SERUM SEM VINNUR GEGN ÖLDRUN HÚÐARINNAR

Létt en mjög öflugt serum sem inniheldur tvöfalt magn af okkar virku sjávarensímum.  Serumið dregur úr sýnileika fínri lína og hrukkna og eykur þéttleika húðarinnar.  Virku sjávarensímin fara djúpt inn í ysta lag húðarinnar og vinna þannig gegn öldrun hennar.  Náttúruleg endurnýjun húðarinnar er örvuð og hún vernduð gegn skaðlegum örverum á yfirborðinu.  Þannig verður húðin sléttari, stinnari og fær bæði fallegra og unglegra yfirbragð.

  • Dregur verulega úr fínum línum og hrukkum
  • Endurnærir, endurbætir og eykur þéttleika húðar
  • Aðeins 7 innihaldsefni
  • Aðeins þörf á 2-3 dropum

NOTKUN

Serumið skal bera á húðina á kvöldin en þó má einnig bera það á húðina á morgnana. Setjið aðeins 2-4 dropa í lófann og nuddið varlega á hreina húð bæði á andliti og á hálsi með fingurgómunum.  Við mælum með að nota DrBRAGI Purifying Facial Cleanser til að hreinsa húðina vel áður en serumið er borið á en þannig má frekar ná hámarks árangri. 

Serumið hentar öllum húðtegundum, jafnvel viðkvæmri húð.  Ef um sérstaklega viðkvæma húð er að ræða þá er mælum við með, eins og með allar húðvörur, að prófa fyrst á litlu svæði til að forðast hugsanleg óþægindi.

INNIHALDSEFNI

Glycerin, Purified Icelandic Water, Marine Enzymes (Trypsin), Alcohol, Calcium Chloride, Tromethamine and Acetic Acid.

Ummæli viðskiptavina