Intensive Treatment Mask




ÖFLUGUR ANDLITSMASKI SEM BÝÐUR UPP Á DJÚPA ANDLITSMEÐFERÐ.
Maskinn inniheldur mikinn styrkleika sjávarensíma sem örva endurnýjun húðarinnar og hreinsun hennar innan frá þannig að á henni verður sjáanlegur munur. Húðin verður mýkri, virðist sléttari og virkar stinnari. Maskinn dregur úr roða, fínum línum, þrota og þurrki í húðinni ásamt því að gera hana bjartari og fallegri og færir henni í heildina unglegra yfirbragð.
Tilvalinn fyrir þurra og þreytta húð, t.d. eftir útívist þar sem húðin hefur verið óvarin. Hámarksárangur næst með því að bera maskann á húðina um 10 – 15 mínútum fyrir svefn og láta leifar hans vinna á húðinni yfir nóttina.
Notkun
Flettið maskanum gætilega í sundur, fjarlægið plastfilmuna og leggið maskann á hreint andlitið og þrýstið honum mjúklega að andlitinu þegar hann er kominn á. Látið maskann liggja á andlitinu í 15-20 mínútur, slakið á og fjarlægið svo án þess að þvo andlitið á eftir. Fyrir hámarksárangur er best að hreinsa andlitið áður með DrBRAGI Bio Marine Exfoliant.
Þessi kröftuga maskameðferð hentar öllum húðgerðum. Það er tilvalið að nota maskann eftir mikla útiveru í sól eða kulda, þegar stór tilefni eru framundan og húðin þarf sérstaka umhyggju eða þegar okkur langar einfaldlega að gera vel við okkur á einfaldan en áhrifaríkan hátt.
Innihaldsefni
Water (Aqua purificata), Glycerin, Alcohol, Calcium Chloride, Tromethamine, Sodium Acetate, Trypsin, Chymotrypsin.











